Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 16. mars 2019 16:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: West Ham og Leicester með magnaða sigra
Leicester fagnar sigurmarkinu.
Leicester fagnar sigurmarkinu.
Mynd: Getty Images
Chicharito skoraði tvennu og tryggði West Ham sigur.
Chicharito skoraði tvennu og tryggði West Ham sigur.
Mynd: Getty Images
Burnley náði ekki að nýta sér liðsmuninn þegar liðið mætti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Burnley var einum fleiri frá þriðju mínútu eftir að Harry Maguire fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Jóhanni Berg Guðmundssyni. Þetta var fljótasta rauða spjald í ensku úrvalsdeildinni í fjögur ár.

Einum færri komst Leicester yfir á 33. mínútu. Dwight McNeil jafnaði fyrir Burnley á 38. mínútu. Í uppbótartímanum skoraði fyrirliði Leicester, Wes Morgan, og tryggði liðinu magnaðan sigur.

Hræðileg úrslit fyrir Burnley sem fékk þarna gullið tækifæri til að koma liðinu aðeins frá fallsvæðinu. Burnley er tveimur stigum frá fallsæti. Leicester er í 11. sæti.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði 81 mínútu fyrir Burnley, en framundan er landsliðsverkefni hjá honum.


Boðið upp á dramatík
Í hinum tveimur leikjunum sem voru að klárast í ensku úrvalsdeildinni var boðið upp á mikla dramatík.

West Ham vann ótrúlegan sigur á Huddersfield, sem er svo gott sem fallið. Eftir að hafa lent 3-1 undir vann West Ham 4-3. Það hefur ekkert gengið upp hjá Huddersfield á þessu tímabili og þessi leikur var dæmigerður fyrir tímabilið þeirra.

West Ham er í níunda sæti og gæti verið að blanda sér í Evrópubaráttu.

Newcastle náði að bjarga stigi gegn Bournemouth á útivelli. Salomon Rondon kom Newcastle yfir en Joshua King svaraði með tveimur mörkum. Hann kom Bournemouth yfir á 81. mínútu. En á 94. mínútu bjargaði Matt Ritchie stigi fyrir Newcastle. Dramatíkin mikil.

Newcastle er í 13. sæti og Bournemouth í 11. sæti. Bæði lið í miðjumoði í augnablikinu.

Bournemouth 2 - 2 Newcastle
0-1 Salomon Rondon ('45 )
1-1 Joshua King ('48 , víti)
2-1 Joshua King ('81 )
2-2 Matt Ritchie ('90 )

Burnley 1 - 2 Leicester City
0-1 James Maddison ('33 )
1-1 Dwight McNeil ('38 )
1-2 Wes Morgan ('90 )
Rautt spjald:Harry Maguire, Leicester City ('4)

West Ham 4 - 3 Huddersfield
1-0 Mark Noble ('15 , víti)
1-1 Juninho Bacuna ('17 )
1-2 Karlan Ahearne-Grant ('30 )
1-3 Karlan Ahearne-Grant ('65 )
2-3 Angelo Ogbonna ('75 )
3-3 Javier Hernandez ('84 )
4-3 Javier Hernandez ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner