Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. mars 2019 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: KV sigraði á Álftanesi - Höttur/Huginn á toppinn
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Brynjar Árnason skoraði fyrir Hött/Hugin.
Brynjar Árnason skoraði fyrir Hött/Hugin.
Mynd: Hanna Símonardóttir
Síðustu leikjum dagsins í B-deild Lengjubikarsins lauk með sigrum hjá KV og sameinuðu liði Hattar og Hugins.

KV heimsótti Álftanes og komst þremur mörkum yfir á fyrsta hálftímanum þökk sé tvennu frá Oddi Inga Bjarnasyni. Staðan var þó 2-3 í hálfleik eftir að heimamenn náðu góðum kafla fyrir leikhlé.

Einar Már Þórisson gerði svo út um einvígið með tvennu á þremur mínútum eftir leikhlé. KV er með 6 stig eftir 4 leiki en Álftanes er á botni riðilsins með 2 stig.

Rúnar Freyr Þórhallsson og Brynjar Árnason gerðu þá mörk Hattar/Hugins í fyrri hálfleik en Guðmundur Óli Steingrímsson minnkaði muninn fyrir Völsung í upphafi síðari hálfleiks.

Meira var ekki skorað og kemur sigurinn Hetti/Hugin á topp riðilsins með sjö stig eftir þrjár umferðir. Völsungur er í öðru sæti með sex stig.

B-deild, riðill 3:
Álftanes 2 - 5 KV
0-1 Oddur Ingi Bjarnason ('9)
0-2 Pétur Matthías Sæmundsson ('11)
0-3 Oddur Ingi Bjarnason ('32)
1-3 Kristján Lýðsson ('34)
2-3 Guðbjörn Alexander Sæmundsson ('37)
2-4 Einar Már Þórisson ('58)
2-5 Einar Már Þórisson ('60)

B-deild, riðill 4:
Höttur/Huginn 2 - 1 Völsungur
1-0 Rúnar Freyr Þórhallsson ('25)
2-0 Brynjar Árnason ('45)
2-1 Guðmundur Óli Steingrímsson ('51)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner