banner
   lau 16. mars 2019 19:14
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Roma tapaði gegn Spal - Sampdoria skoraði fimm
Mynd: Getty Images
Tveimur fyrstu leikjum dagsins í ítalska boltanum er lokið þar sem Sampdoria skoraði fimm gegn Sassuolo og Roma tapaði fyrir Spal.

Spal komst yfir í fyrri hálfleik gegn döpru liði Roma en Diego Perotti náði að jafna með marki úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik.

Gleðin var þó skammlíf því Andrea Petagna kom heimamönnum aftur yfir skömmu síðar með marki úr afar umdeildri vítaspyrnu. Roma tókst ekki að jafna og komust heimamenn nálægt því að bæta þriðja markinu við fyrir leikslok.

Þetta tap er skellur fyrir Roma sem er í fimmta sæti, þremur stigum eftir Inter. Stigin koma sér vel fyrir Spal sem er núna fimm stigum frá fallsæti.

Í Sassuolo var talsvert skemmtilegri leikur í boði þar sem Fabio Quagliarella, sem hefur verið funheitur allt tímabilið, átti fullkominn fyrri hálfleik. Hann lagði fyrsta markið upp fyrir Gregoire Defrel og tvöfaldaði forystuna svo sjálfur á 36. mínútu.

Jeremie Boga, fyrrverandi leikmaður Chelsea, minnkaði muninn fyrir Sassuolo tveimur mínútum eftir mark Quagliarella en nokkrum sekúndum síðar var Karol Linetty búinn að bæta þriðja marki gestanna við og staðan 1-3 í hálfleik.

Dennis Praet gerði fjórða mark Samp í upphafi síðari hálfleiks og klóraði Alfred Duncan í bakkann fyrir heimamenn áður en Manolo Gabbiadini gerði út um leikinn.

Sassuolo 3 - 5 Sampdoria
0-1 Gregoire Defrel ('15 )
0-2 Fabio Quagliarella ('36 )
1-2 Jeremie Boga ('38 )
1-3 Karol Linetty ('39 )
1-4 Dennis Praet ('46 )
2-4 Alfred Duncan ('63 )
2-5 Manolo Gabbiadini ('72 )
3-5 Khouma Babacar ('90 )

Spal 2 - 1 Roma
1-0 Mohamed Fares ('22 )
1-1 Diego Perotti ('53 , víti)
2-1 Andrea Petagna ('60 , víti)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner