Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 16. mars 2019 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Grikkland: Ögmundur hélt hreinu - Sverrir á bekknum
Ögmundur búinn að halda hreinu þrjá leiki í röð.
Ögmundur búinn að halda hreinu þrjá leiki í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson er að gera mjög góða hluti með AEL Larissa í Grikklandi og hélt hann markinu hreinu í jafntefli gegn Giannina í dag.

Ögmundur var einn af bestu mönnum vallarins enda voru heimamenn í Giannina mikið betri aðilinn í leiknum og spiluðu manni fleiri síðustu tuttugu mínúturnar.

Ögmundur bjargaði mikilvægu stigi fyrir sína menn í fallbaráttunni og er Larissa fjórum stigum fyrir ofan Giannina, sem er í fallsæti.

Sverrir Ingi Ingason sat þá allan tímann á bekknum er topplið PAOK lagði Panetolikos að velli.

PAOK er með tíu stiga forystu á toppinum og á fimm leiki eftir af tímabilinu.

Giannina 0 - 0 AEL Larissa
Rautt spjald:
Panetolikos 1 - 2 PAOK
Athugasemdir
banner
banner
banner