Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 16. mars 2019 20:52
Ívan Guðjón Baldursson
Pep kallar eftir VAR: Ekki gaman að vinna svona
Mynd: Getty Images
Manchester City lagði Swansea að velli í 8-liða úrslitum enska bikarsins fyrr í kvöld eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik.

Sergio Agüero kom inn af bekknum og við það gjörbreyttist leikurinn. Hann átti þátt í fyrsta marki City og skoraði hin tvö í 2-3 sigri.

Jöfnunarmark Agüero kom úr vítaspyrnu sem átti líklegast ekki að standa og sigurmarkið skoraði hann úr rangstöðu. Pep Guardiola er ekki sáttur með hvernig Englandsmeistararnir unnu og kallar eftir aukinni myndbandsdómgæslu á Englandi.

„Myndbandstæknin (VAR) er notuð um alla Evrópu, nema hér á Englandi. Mér finnst ekki gaman að vinna svona, því miður," sagði Pep.
Athugasemdir
banner
banner
banner