Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 16. mars 2019 21:53
Ívan Guðjón Baldursson
England: Úlfarnir sannfærandi gegn Man Utd
Mynd: Getty Images
Wolves 2 - 1 Manchester United
1-0 Raul Jimenez ('70)
2-0 Diogo Jota ('76 )
2-1 Marcus Rashford ('95)

Úlfarnir voru rétt í þessu að slá Manchester United úr leik í 8-liða úrslitum enska bikarsins.

Leikurinn var nokkuð jafn þar sem bæði lið voru spræk og áttu fín færi en fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en á 70. mínútu þegar Raul Jimenez skoraði.

Jimenez var frekar heppinn þar sem hann sparkaði knettinum tvisvar sinnum frá sér í aðdraganda marksins en alltaf datt hann aftur fyrir framan hann og á endanum skaut hann í netið. Diogo Jota kom knettinum á Jimenez eftir frábært hlaup á vinstri kantinum þar sem hann lék á þrjá varnarmenn Rauðu djöflanna.

Man Utd sótti af krafti í kjölfarið en Úlfarnir komust í skyndisókn þar sem Jota skoraði eftir glæsilegt einstaklingsframtak. Hann var algjörlega óstöðvandi á köflum og með bestu mönnum vallarins.

Rauðu djöflarnir reyndu að koma til baka en það gekk ekki vel. Victor Lindelöf fékk beint rautt spjald undir lokin en því var breytt í gult spjald með aðstoð myndbandstækninnar.

Marcus Rashford náði að minnka muninn fyrir Man Utd í uppbótartíma en leikurinn var flautaður af skömmu síðar og lokatölur 2-1.
Athugasemdir
banner
banner