banner
   lau 16. mars 2019 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Bologna skoraði þrjú í Tórínó
Mynd: Getty Images
Torino 2 - 3 Bologna
1-0 Erick Pulgar ('6 , sjálfsmark)
1-1 Andrea Poli ('29 )
1-2 Erick Pulgar ('34 , víti)
1-3 Riccardo Orsolini ('65 )
2-3 Armando Izzo ('89 )
Rautt spjald: Lyanco, Bologna ('88)
Rautt spjald: Ola Aina, Torino ('92)

Torino tók á móti Bologna í síðasta leik kvöldsins í ítalska boltanum og úr varð mikil skemmtun.

Heimamenn komust yfir snemma leiks þegar Erick Pulgar varð fyrir því óláni að fá skot í sig og þaðan hrökk boltinn í hans eigið net.

Andrea Poli jafnaði með skalla og bætti Pulgar upp fyrir sjálfsmarkið með að skora úr vítaspyrnu skömmu síðar og staðan orðin 1-2 Bologna í vil.

Heimamenn mættu mun sterkari út í seinni hálfleikinn og stjórnuðu honum algjörlega en gátu ekki komið í veg fyrir þriðja mark gestanna sem RIccardo Orsolini skoraði eftir skyndisókn.

Armando Izzo náði að minnka muninn fyrir heimamenn sem komust þó ekki nær og töpuðu á heimavelli.

Þetta eru vonbrigði fyrir Torino sem er í Evrópusæti en afar dýrmætur sigur fyrir Bologna sem er tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Bologna var spáð falli á miðju tímabili en spilamennska liðsins hefur gjörbreyst eftir að Filippo Inzaghi var skipt út fyrir Sinisa Mihajlovic í lok janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner