Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 17. mars 2019 11:45
Ívan Guðjón Baldursson
Stórleikur kvöldsins slær met í Serie A
Mynd: Getty Images
Borgarslagurinn í Mílanó er búinn að setja nýtt met í Serie A með að raka inn 5,7 milljónum evra í miðasölu, gistingar og annað í kringum leikinn, sem fer fram á San Siro í kvöld.

Helsta ástæðan fyrir þessari háu upphæð er að rúmlega 4000 miðar voru keyptir erlendis frá og þurfa þeir stuðningsmenn að ferðast sérstaklega til Mílanó til að sjá leikinn.

Upphæðin er talsvert hærri heldur en síðasta metupphæð í Serie A sem kom á svipuðum tíma í fyrra og var einnig á San Siro. Inter fékk þá Juventus í heimsókn og var rakað inn 5,3 milljónum evra.

Borgarslagurinn verður heljarinnar skemmtun þar sem ítalski trapparinn Ghali kynnir nýtt lag fyrir upphafsflautið. Í hálfleik munu fyrrverandi leikmenn Milan, á borð við Pippo Inzaghi, Cafu og Alessandro Nesta, kynna nýjar treyjur sem þeir munu klæðast í góðgerðarleik gegn Liverpool Legends á Anfield 23. mars.

Það mesta sem leikur á ítalskri grundu hefur rakað inn eru 5,9 milljónir evra, þegar Inter fékk Barcelona í heimsókn á San Siro í riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðasta nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner