sun 17. mars 2019 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Allegri útilokar að Ronaldo fái leikbann fyrir fagnið
Ítalíumeistararnir mæta Ajax í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Ítalíumeistararnir mæta Ajax í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo var maður leiksins er Juventus sló Atletico Madrid út í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar síðasta þriðjudag.

Ronaldo skoraði þrennu og sendi Atletico heim eins og hann hefur gert nokkrum sinnum áður. Þriðja markinu fagnaði hann á nokkuð umdeildan hátt þar sem hann hermdi eftir 'pungfagni' Diego Simeone, þjálfara Atletico.

Fagnið hans Ronaldo er kynferðislegt á ákveðinn hátt þar sem hann segir stuðningsmönnum Atletico óbeint að sjúga sig, enda beindi hann fagninu að stuðningsmönnum Juve til að sleppa við refsingu.

Spænskir miðlar töluðu um að Atletico ætlaði að kæra fagnið til UEFA en Massimiliano Allegri, þjálfari Juve, segir ekkert vera til í þessum pælingum.

„Alls ekki, hann verður ekki bannaður fyrir þetta. Allir fögnuðu á sinn hátt eftir þetta mark. Ég sá ekkert skrýtið, þetta voru bara fagnaðarlæti," sagði Allegri.




Athugasemdir
banner
banner
banner