Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 17. mars 2019 13:03
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Oviedo aftur á sigurbraut
Ótrúleg endurkoma Valladolid
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diego Jóhannesson Pando lék síðustu 40 mínúturnar er Real Oviedo komst aftur á sigurbraut í spænsku B-deildinni.

Oviedo fékk fallbaráttulið Gimnastic í heimsókn og var staðan markalaus eftir fyrri hálfleikinn en heimamenn komust yfir skömmu eftir leikhlé.

Diego kom inná í kjölfarið og innsigluðu heimamenn sigurinn með marki á 80. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Oviedo í einn mánuð og er liðið einu stigi frá umspili um sæti í efstu deild.

Einum leik er einnig lokið í efstu deild á Spáni þar sem Eibar fékk Real Valladolid í heimsókn.

Búist var við sigri heimamanna sem stjórnuðu leiknum og voru 1-0 yfir þar til í uppbótartíma.

Gestirnir frá Valladolid fengu vítaspyrnu sem Daniele Verde skoraði úr og tveimur mínútum síðar slapp Sergio Guardiola einn í gegn eftir skyndisókn og potaði inn ólíklegu sigurmarki.

Real Oviedo 2 - 0 Gimnastic
1-0 Joselu ('53)
2-0 C. Fernandez ('80)

Eibar 1 - 2 Real Valladolid
1-0 Fabian Orellana ('54 )
1-1 Daniele Verde ('91 , víti)
1-2 Sergi Guardiola ('93 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 31 24 6 1 67 20 +47 78
2 Barcelona 31 21 7 3 62 34 +28 70
3 Girona 31 20 5 6 63 39 +24 65
4 Atletico Madrid 31 19 4 8 59 36 +23 61
5 Athletic 31 16 9 6 51 29 +22 57
6 Real Sociedad 31 13 11 7 45 33 +12 50
7 Valencia 31 13 8 10 34 32 +2 47
8 Betis 31 11 12 8 38 37 +1 45
9 Getafe 31 9 12 10 37 43 -6 39
10 Villarreal 31 10 9 12 49 54 -5 39
11 Osasuna 31 11 6 14 36 44 -8 39
12 Las Palmas 31 10 7 14 29 35 -6 37
13 Sevilla 31 8 10 13 39 44 -5 34
14 Alaves 31 8 8 15 26 38 -12 32
15 Mallorca 31 6 13 12 25 36 -11 31
16 Vallecano 31 6 13 12 25 38 -13 31
17 Celta 31 6 10 15 33 46 -13 28
18 Cadiz 31 4 13 14 21 41 -20 25
19 Granada CF 31 3 8 20 32 60 -28 17
20 Almeria 31 1 11 19 30 62 -32 14
Athugasemdir
banner
banner
banner