Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 19. mars 2019 23:00
Hafliði Breiðfjörð
Peralada, Katalóníu
Ari: Skítalykt heima hjá mér á hverjum degi
Icelandair
Það var létt yfir Ara Frey í dag.
Það var létt yfir Ara Frey í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason landsliðsmaður Íslands er mættur í æfingabúðir liðsins í Peralada í Katalóníu en þar undirbýr liðið sig undir leiki gegn Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020.

Peralada er smábær um 150 kílómetra austur af Barcelona en ákveðið var að æfa þar frekar en í Andorra þar sem leikið er á föstudaginn.

„Þetta hefur verið fínt, það er reyndar svolítið kaldur vindur, en ágætisvöllur og maturinn tipp topp og hótelið fínt," sagði Ari við Fótbolta.net í dag.

Eitt er það þó sem hefur vakið upp smá viðbrögð viðstaddra á æfingasvæðinu því búið er að bera skít á túnin í kring og fnykinn leggur yfir svæðið.

„Þetta er bara eins og heima í Belgíu. Það er svona skítalykt á hverjum degi heima hjá mér. Ég er vanur þessu," sagði Ari og hló.
Ari Freyr um Andorra: Eigum að taka þrjú stig
Athugasemdir
banner