Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. mars 2019 12:30
Elvar Geir Magnússon
Peralada, Katalóníu
Hannes: Gott að fá traustsyfirlýsingu
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er að búa sig undir leik gegn Andorra á föstudag og svo verður leikið gegn heimsmeisturum Frakklands á mánudag. Um er að ræða fyrstu tvo leikina í undankeppni EM.

Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, ræddi við fjölmiðla fyrir æfingu í dag.

„Það er auðvitað kominn tími á að vinna fótboltaleiki og ég skynja mikið hungur í hópnum að fara að rífa sig í gang og fá úrslit aftur, finna þessa tilfinningu að vinna aftur með landsliðinu. Við elskum allir að vera hérna og spila í þessu liði. Við höfum upplifað frábæra tíma og erum hungraðir í að halda því áfram," segir Hannes.

Á fréttamannafundi í síðustu viku tók Hamren allan vafa um að Hannes væri markvörður númer eitt.

„Ég er að koma úr skrýtinni stöðu hjá mínu félagsliði. Ég hef gert allt sem ég hef getað til að vera klár í þessa landsleiki. Ég hef ekki verið að spila og þess vegna er auðvitað gott að fá þessa traustsyfirlýsingu. Þá get ég haldið áfram að einbeita mér að því að búa mig undir leikina."

Hannes hefur hengt upp myndir upp á vegg í gegnum tíðina til að hjálpa sér í að gíra sig upp í verkefni og minna sig á markmið sín.

„Ég er með alls konar drasl upp á vegg núna. Við þurfum að hanga svo mikið upp á þessu æfingasvæði (hjá Qarabag). Ég er með mynd af fjölskyldunni og svo er eitthvað EM lógó þarna líka. Ég ætla mér að komast á EM og þetta er eitt af því sem mótiverar mig til að komast í gegnum daginn þarna í Aserbaidsjan," segir Hannes en hann fær ekkert að spila um þessara mundir hjá félagsliði sínu.
Er Hannes á leið í Val? - „Það verður bara að koma í ljós"
Athugasemdir
banner
banner
banner