Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. mars 2019 11:45
Ívan Guðjón Baldursson
Igor Tudor tekur aftur við Udinese (Staðfest)
Davide Nicola rekinn
Mynd: Getty Images
Udinese er búið að staðfesta brottrekstur Davide Nicola úr þjálfarastól sínum og tekur Króatinn Igor Tudor við félaginu í annað sinn á tæpu ári.

Tudor var fyrst ráðinn í apríl í fyrra og var hans verkefni að bjarga félaginu frá falli, sem hann gerði. Þrátt fyrir þann árangur var ákveðið að reka hann til að ráða Julio Velazquez, sem entist þó aðeins til nóvember. Nicola var svo ráðinn í nóvember.

Udinese er í bullandi fallbaráttu þegar tíu umferðir eru eftir af tímabilinu, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið.

Tudor er fertugur og hefur ekki stýrt félagi síðan hann var síðast hjá Udinese. Fyrir það þjálfaði hann meðal annars Galatasaray og PAOK en hann gerði garðinn frægan með Juventus og króatíska landsliðinu í kringum aldamótin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner