fim 21. mars 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Enski kvennaboltinn í sókn með nýjum auglýsingasamning
Mynd: Getty Images
Fjárfestingabankinn Barclays hefur verið helsti styrktaraðili ensku úrvalsdeildarinnar í rúman áratug og var að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við úrvalsdeildina sem gildir til sumarsins 2022.

Nú hefur bankinn ákveðið að demba sér einnig yfir í kvennaboltann og mun efsta deild kvenna á Englandi heita Barclays Super League frá og með næsta tímabili.

Upphæðirnar í auglýsingasamningnum eru þær hæstu í sögu kvennaíþrótta á Bretlandi. Samningurinn gildir til júlí 2022.

Auglýsingasamningurinn nær yfir ótal marga hluti og mun Barclays vinna samhliða knattspyrnusambandinu að eflingu kvennaknattspyrnu á Englandi næstu árin.

Eitt mest spennandi verkefnið sem fylgir samningnum snýst um að bæta aðgengi og möguleika ungra stelpna á knattspyrnuiðkun á skólasvæðum.

Talað er um þennan samning sem eitt það besta sem gat gerst fyrir kvennaknattspyrnu á Englandi.
Athugasemdir
banner