Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 21. mars 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Móðir Rabiot fékk ekki leyfi til að mæta á æfingar
Rabiot er aðeins 23 ára gamall og getur valið á milli helstu stórliða Evrópu þegar samningur hans rennur út í sumar.
Rabiot er aðeins 23 ára gamall og getur valið á milli helstu stórliða Evrópu þegar samningur hans rennur út í sumar.
Mynd: Getty Images
Tími Adrien Rabiot hjá Paris Saint-Germain er loksins að líða undir lok en móðir hans, Veronique Rabiot, hefur verið í stríði við félagið undanfarin ár.

Þetta stríð náði hámarki í samningsviðræðum Rabiot við PSG fyrir áramót og endaði með því að miðjumaðurinn ákvað að yfirgefa félagið frítt þegar samningur hans rynni út í júní 2019.

Franskir fjölmiðlar hafa tekið saman helstu samskiptasögu Veronique við vinnuveitendur sonar hennar og er hún skrautleg á köflum. Móðir hans vildi oft vera viðstödd á æfingum og í hinum ýmsu ferðum en hann tók ekki alltaf vel í það sjálfur, ekkert frekar en vinnuveitendurnir sem áttu í harðorðum samskiptum við Veronique.

Rabiot var lánaður til Toulouse 2013 þar sem hann átti mjög gott tímabil. Móðir hans heimtaði þó aðgengi að öllum æfingum sonar sins enda var hann ekki orðinn 18 ára gamall.

„Ég vildi ekki láta drengnum líða óþægilega fyrir framan liðsfélagana með móður sína á hliðarlínunni á æfingum," sagði Alain Casanova þjálfari Toulouse sem hafnaði beiðninni.
Athugasemdir
banner
banner