fös 22. mars 2019 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Undankeppni EM um helgina - England hefur leik í dag
Holland - Þýskaland á sunnudag
Enska landsliðið hefur leik í dag
Enska landsliðið hefur leik í dag
Mynd: Getty Images
Þýskaland mætir grönnum sínum frá Hollandi á sunnudag
Þýskaland mætir grönnum sínum frá Hollandi á sunnudag
Mynd: Getty Images
Fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM fer fram í dag. Smelltu hér til þess að sjá nánari upphitun fyrir þann leik

Tveir aðrir leikir fara fram í okkar riðli, Albanía tekur á móti Tyrklandi og Moldóvar fá heimsmeistara Frakka í heimsókn.

Þá fara einnig fram fyrstu leikir A og B riðils keppninnar. Þar ber helst að nefna að Englendingar fá Tékka í heimsókn og Úkraína heimsækir ríkjandi evrópumeistara í Portúgal.

Á morgun, laugardag hefjast svo D-, F- og J-riðill, Færeyingar heimsækja Möltu, Svíþjóð tekur á móti Rúmeníu, Finnar heimsækja Ítali og Spánverjar fá Norðmenn í heimsókn.

Á sunnudag fer fram önnur umferð C-, E-, I-, og G-riðils. Helst ber þar að nefna nágrannaslag Hollands og Þýskalands.

Hér að neðan má sjá alla leikina og leiktíma þeirra um helgina í undankeppni EM.

Föstudagur 22. mars:
H-riðill
19:45 Albanía - Tyrkland
19:45 Andorra - Ísland (RÚV)
19:45 Moldóva - Frakkland (Stöð 2 Sport 3)

A-riðill
17:00 Búlgaría - Svartfjallaland
19:45 England - Tékkland (Stöð 2 Sport 2)

B-riðill
19:45 Lúxembúrg - Litháen
19:45 Portúgal - Úkraína

Æfingalandsleikir:
10:20 Japan - Kólumbía
11:00 Suður-Kórea - Bólivía
20:00 Argentína - Venesúela
Aðfaranótt laugardags
00:00 Perú - Paragvæ
01:00 Gvatemala - Kosta Ríka
02:15 Mexíkó - Síle

Laugardagur 23. mars:
D-riðill
14:00 Georgía - Sviss (Stöð 2 Sport)
17:00 Gíbraltar - Írland

F-riðill
17:00 Malta - Færeyjar
17:00 Svíþjóð - Rúmenía (Stöð 2 Sport)
19:45 Spánn - Noregur (Stöð 2 Sport)

J-riðill
19:45 Bosnía og Hersegóvína - Armenía
19:45 Ítalía - Finnland (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Liechtenstein - Grikkland

Æfingaleikir:
17:00 Brasilía - Panama

Sunnudagur 24. mars:

I-riðill
14:00 Kasakstan - Rússland
17:00 San Marínó - Skotland
19:45 Kýpur - Belgía

E-riðill
14:00 Wales - Slóvakía (Stöð 2 Sport)
17:00 Ungverjaland - Króatía (Stöð 2 Sport)

G-riðill
17:00 Ísrael - Austurríki
19:45 Pólland - Lettland
19:45 Slóvenía - FYR Makedónía

C-riðill
19:45 Holland - Þýskaland (Stöð 2 Sport)
19:45 Norður-Írland - Hvíta-Rússland

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner