Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 22. mars 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Gummi Hreiðars verður með Helga Kolviðs hjá Liechtenstein
Sebastian og Guðmundur.
Sebastian og Guðmundur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við greindum frá því á dögunum að Sebastian Boxleitner, fyrrum styrktarþjálfari íslenska karlalandsliðsins hefði hafið störf hjá landsliði Liechtenstein. Þar hittir Boxleitner fyrir Helga Kolviðsson sem er þjálfari landsliðs Liechtenstein.

Þeir unnu saman í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins þar sem Helgi var aðstoðarþjálfari. Helgi var í des­em­ber ráðinn landsliðsþjálf­ari Liecten­stein til tveggja ára.

Í gær tilkynnti Helgi Kolviðsson, í samtali við mbl.is, að Guðmundur Hreiðarsson væri einnig kominn í þjálfarateymi landsliðs Liechtenstein.

„Gummi og Sebastian eru með mér í þessu verk­efni. Það er nauðsyn­legt að hafa gott „team“ sem þekk­ir mín­ar áhersl­ur. Þeir verða með mér til að byrja með en við mun­um svo setj­ast niður eft­ir þetta verk­efni og spá í framtíðina,“ sagði Helgi við mbl.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner