Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2019 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Baresi: Gengi Liverpool er að mestu leiti Van Dijk að þakka
Mynd: Getty Images
Fyrrum heimsmeistari með Ítalíu og besti leikmaður Seríu A á Ítalíu, Franco Baresi, tjáði sig um gengi Liverpool og breytingu liðsins eftir komu Virgil Van Dijk til liðsins.

Baresi spilaði í 20 ár fyrir AC Milan og tólf ár fyrir Ítalíu. Baresi spilaði sem varnarmaður svo það kemur kannski á óvart að hann sé að tjá sig um annan varnarmann.

Virgil Van Dijk kom til Liverpool í janúar í fyrra og er að mati sumra besti varnarmaður í heimi í dag.

„Mér finnst erfitt að bera saman leikmenn frá því að ég var að spila og þeirra sem eru að spila núna", sagði Baresi við ítalska fjölmiðilinn AFP.

„Mér líkar vel við bæði De Ligt og Van Dijk, báðir mjög sterkir og miklir íþróttamenn."

„Liverpool hefur bætt sig gríðarlega undanfarið og það er að lang mestu komið til vegna komu Van Dijk til liðsins."


Eftir að van Dijk kom til Liverpool hefur liðið farið úr því að fá á sig 1,14 mörk að meðaltali í leik niður í 0,8 mörk að meðaltali í leik. Liverpool hefur fengið á sig fæstu mörkin í Úrvalsdeildinni og Van Dijk hefur verið eins og klettur í miðri vörn liðsins.

Við þetta má bæta að Van Dijk skoraði fjórða mark Hollendinga í 4-0 sigri Hollands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner