Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 23. mars 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
David Brooks stjarnan - Hafði betur gegn Bale
David Brooks.
David Brooks.
Mynd: Getty Images
David Brooks, leikmaður Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni, var á dögunum valinn leikmaður ársins í Wales. Þessi 21 árs gamli leikmaður var einnig valinn efnilegasti leikmaður ársins. Hann átti mjög gott ár.

Brooks lék fyrir yngri landslið Englands og vakti athygli með spilamennsku sinni fyrir U20 liðið. Hann valdi þó að spila með Wales, en móðir hans fæddist þar.

Brooks á níu landsleiki að baki fyrir A-landslið Wales.

Brooks yfirgaf Sheffield United síðasta sumar og gekk í raðir Bournemouth fyrir 11,5 milljónir punda. Hann hefur verið einn allra besti leikmaður Bournemouth á tímabilinu og verið orðaður við stærri félög. Hann skrifaði undir nýjan samning við Bournemouth fyrr í mánuðinum eftir að hafa verið orðaður við Tottenham og Manchester United.

Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, var valinn leikmaður ársins af öðrum leikmönnum. En Brooks var stjarnan á þessari verðlaunahátíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner