Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 22. mars 2019 16:28
Ívan Guðjón Baldursson
Neymar ákærður eftir tapið gegn Man Utd
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Evrópska knattspyrnusambandið hefur gefið út ákæru á hendur Neymar vegna niðrandi orðræðu í garð dómarans eftir 1-3 tap PSG gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Neymar missti af báðum leikjunum í útsláttarkeppninni vegna meiðsla og var handan hliðarlínunnar þegar Marcus Rashford skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma til að tryggja sína menn áfram. Neymar var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn og lét í sér heyra, bæði í göngunum eftir leikinn og á samfélagsmiðlum.

„Þetta er skömm, þeir settu fjórar manneskjur sem vita ekkert um fótbolta í VAR herbergið. Þetta er bara ekki hægt! Hvernig getur hann mögulega sett höndina á sér fyrir aftan bak í þessari stöðu? Farið í rassgat," er meðal þess sem dýrasti knattspyrnumaður sögunnar lét út úr sér eftir leikinn.

Miklar líkur eru á því að Neymar fái sekt en óljóst er hvort hann verði settur í leikbann til að gefa fordæmi eða ekki.

Samkvæmt reglubókinni getur UEFA skikkað hann í eins til þriggja leikja bann fyrir athæfi sitt, en er ekki skyldað til þess.
Athugasemdir
banner