Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. mars 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gascoigne gæti spilað á nýjum heimavelli Tottenham
Gazza.
Gazza.
Mynd: Getty Images
Paul Gascoigne segist ætla að spila með goðsögnum Tottenham á nýjum heimavelli félagsins í næstu viku. Hann segir frá þessu á Twitter.

Lið skipað fyrrum leikmönnum Tottenham mun mæta liði Inter og verður Gascoigne á meðal leikmanna Spurs í leiknum. Hann segist hafa fengið boð um að taka þátt í leiknum.

Aðrir fyrrum leikmenn félagsins eins og Jurgen Klinsmann, Robbie Keane, Rafael van der Vaart og Dimitar Berbatov munu spila í leiknum.

Leikurinn verður annar af tveimur prufuviðburðum á nýjum heimavelli Tottenham áður en Tottenham mætir Crystal Palace í sínum fyrsta leik á þessum stórglæsilega leikvangi.

Gascoigne er orðinn 51 árs en líf hans hefur alls ekki verið dans á rósum síðan hann hætti í fótbolta. Gazza, eins og hann er kallaður, hefur lengi barist við alkahólisma, eiturlyfjafíkn og andleg veikindi.



Athugasemdir
banner
banner