lau 23. mars 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Dijk: Mjög ánægður að hafa De Ligt við hliðina á mér
Góðir í fótbolta.
Góðir í fótbolta.
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk og Matthijs de Ligt mynda mjög spennandi miðvarðarpar hjá hollenska landsliðinu.

Virgil van Dijk er búinn að vera frábær hjá Liverpool og verður að teljast sem besti miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar. De Ligt er nokkrum árum yngri og leikur með Ajax þar sem hann er kominn með fyrirliðabandið þrátt fyrir ungan aldur.

Allar líkur eru á því að hinn 19 ára gamli De Ligt komi til með að yfirgefa Ajax í sumar. Hann hefur hvað mest verið orðaður við Barcelona.

Van Dijk er mjög hrifinn af De Ligt en segir samt að hann geti bætt margt í sínum leik.

„Hvað getur De Ligt bætt í sínum leik? Allt. Hann er frábær varnarmaður en hann veit að hann getur bætt sig. En ef þú spilar svona á þessum aldri er það stórkostlegt. Ég er mjög ánægður að hafa hann við hliðina á mér."

Eins og áður segir þá virðist Barcelona leiða kapphlaupið um De Ligt, en hver veit nema Liverpool blandi sér í baráttuna? Stuðningsmenn Liverpool hefðu væntanlega ekkert á móti því að hafa Hollendingana tvo í hjarta varnarinnar hjá sér? Eða hvað?
Athugasemdir
banner
banner
banner