fös 22. mars 2019 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Birkir kom Íslandi yfir í Andorra
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrri hálfleik Íslands og Andorra á gervigrasinu í Andorra er lokið. Staðan er 1-0 fyrir Ísland.

Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri mörk en Andorra ógnaði marki Íslands einnig. Heilt yfir var Ísland þó sterkari aðilinn, eins og búast mátti við.

Það var Birkir Bjarnason sem skoraði mark Íslands í fyrri hálfleiknum.

„Aron Einar Gunnarsson vinnur hornspyrnu. Fyrsta hornspyrna Íslands. Gylfi tekur hornið... MAAAAARK!!!! Boltinn af öxlinni á Ragga og til Birkis á fjærstönginni. Birkir skallaði inn! ÞARNA!!!" skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Smelltu hér til að fara í textalýsinguna.

RÚV hefur birt myndband af markinu. Smelltu hér til að sjá markið.

Nú er það bara að bæta við fleiri mörkum í seinni hálfleiknum sem hefst innan skamms.
Athugasemdir
banner
banner
banner