Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 22. mars 2019 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Augnablikið þegar Rakel sló út Manchester United
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmarkið á lokastundu þegar Reading sló Manchester United út í 8-liða úrslitum enska bikarsins á dögunum.

Eftir markalausar 90 mínútur var farið í framlengingu sem var gríðarlega fjörug. Í framlengingunni voru skoruð fimm mörk.

Þegar allt virtist stefna í vítaspyrnukeppni náði Rakel að setja knöttinn í netið og tryggja þannig þátttöku Reading í undanúrslitum.

Reading mun leika gegn West Ham í undanúrslitunum í apríl. Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Chelsea og Manchester City.

Rakel fer í apríl í landsliðsverkefni með Íslandi í Suður-Kóreu.

Hér að neðan má sjá markið sem sló út Manchester United.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner