Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. mars 2019 23:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir 18 ára hjá Englandi í fyrsta sinn í 138 ár
Félagar.
Félagar.
Mynd: Getty Images
Það eru virkilega spennandi tímar framundan hjá enska landsliðinu. Gareth Southgate er ekki hræddur við að gefa unglingunum tækifæri og í kvöld voru tveir 18 ára guttar inn á vellinum á sama tíma.

England spilaði við Tékkland í undankeppni EM 2020. England vann öruggan 5-0 sigur þar sem Raheem Sterling skoraði þrennu.

Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund, byrjaði leikinn og spilaði allan tímann. Hann lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Sterling.

Á 70. mínútu kom svo Callum Hudson-Odoi inn á. Hudson-Odoi er leikmaður Chelsea. Hann hefur ekki verið að spila mikið með aðalliði Chelsea en var samt valinn í enska landsliðið.

Hann og Sancho eru báðir 18 ára og léku þeir síðustu 20 mínúturnar. Þetta er í fyrsta sinn í 138 ár þar sem tveir 18 ára eða yngri eru saman inn á í landsleik hjá Englandi. Það gerðist síðast 26. febrúar 1881. Leikurinn í kvöld var líka keppnisleikur, ekki vináttulandsleikur.

Spennandi tímar framundan .







Athugasemdir
banner
banner
banner