Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. mars 2019 11:43
Elvar Geir Magnússon
Sá sem dæmir Frakkland - Ísland hefur dæmt á Hásteinsvelli
Icelandair
Istvan Kovacs.
Istvan Kovacs.
Mynd: Getty Images
Á mánudagskvöld er Ísland að fara að leika gegn heimsmeisturum Frakklands á Stade de France.

Istvan Kovacs, 34 ára Rúmeni, mun dæma leikinn.

Kovacs hefur mikið verið að dæma í Evrópudeildinni en hann hefur einnig flautað í Meistaradeildinni.

Hann dæmdi Noregur - Tyrkland og Tyrkland - Svíþjóð í Þjóðadeildinni.

Hann hefur reynslu af því að dæma hjá íslenskum liðum.

Árið 2015 dæmdi hann U21-landsleik Íslands og Skotlands sem fram fór í Skotlandi og endaði með markalausu jafntefli.

Hann hefur heimsótt Vestmannaeyjar. Árið 2013 dæmdi hann leik ÍBV og Rauðu Stjörnunnar í forkeppni Evrópudeildarinnar á Hásteinsvelli. Rauða stjarnan missti mann af velli með rautt og ÍBV fékk víti í þeim leik en 0-0 enduðu leikar. Serbneska liðið vann 2-0 sigur á heimavelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner