banner
   lau 23. mars 2019 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albanía rak þjálfarann eftir einn leik - Með Íslandi í riðli
Rekinn.
Rekinn.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnusambandið í Albaníu er búið að leysa Ítalann Christian Panucci frá störfum og er því staða landsliðsþjálfara í Albaníu laus.

Albanía tapaði 2-0 gegn Tyrklandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 í gær. Eftir leikinn var tekin ákvörðun um að reka Panucci.

Panucci átti góðan leikmannaferil þar sem hann spilaði með AC Milan, Chelsea, Real Madrid, Inter og Roma meðal annars. Hann hefur stýrt Albaníu frá 2017.

Albanía er í riðli með Íslandi í undankeppninni fyrir EM. Næsti leikur Albaníu er gegn Andorra, liðinu sem Ísland vann 2-0 í gær.

Albanía mætir Íslandi á Laugardalsvelli í júní og síðan í Albaníu í september.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner