Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 24. mars 2019 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Undankeppni EM í dag - Holland fær granna sína frá Þýskalandi í heimsókn
Sane
Sane
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tíu leikir fara fram í undankeppni EM2020 í dag.

Kasakstan sem vann góðan sigur á Skotum í fyrsta leik sínum tekur á móti Rússum á gervigrasinu í Astana. Belgar sem unnu Rússa í sínum fyrsta leik heimsækja Kýpur.

Báðir leikir E-riðlis verða í beinni í dag á sportstöðvum Stöð 2. Wales fær Slóvakíu í heimsókn í fyrri leik riðilsins og Króatía heimsækir Ungverjaland í seinni leiknum. Wales sat hjá í fyrstu umferð á meðan Króatía og Slóvakía unnu sína leiki.

Stórleikur dagsins fer fram í C-riðli í kvöld. Þá taka Hollendingar á móti nágrönnum sínum frá Þýskalandi. Hollendingar unnu sannfærandi sigur á Hvít-Rússum í sínum fyrsta leik. Þjóðverjar sátu hjá í fyrstu umferð. Þeir gerðu 1-1 jafntefli við Serba í vináttuleik á miðvikudag.

Þá fara fram þrír leikir í G-riðli. Makedónar og Pólverjar höfðu sigur úr býtum úr sínum fyrstu leikjum. Slóvenar og Ísraelar gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum.

sunnudagur 24. mars:

I-riðill

14:00 Kasakstan - Rússland
17:00 San Marínó - Skotland
19:45 Kýpur - Belgía

E-riðill
14:00 Wales - Slóvakía (Stöð 2 Sport)
17:00 Ungverjaland - Króatía (Stöð 2 Sport)

G-riðill
17:00 Ísrael - Austurríki
19:45 Pólland - Lettland
19:45 Slóvenía - FYR Makedónía

C-riðill
19:45 Holland - Þýskaland (Stöð 2 Sport)
19:45 Norður-Írland - Hvíta-Rússland
Athugasemdir
banner
banner