lau 23. mars 2019 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Richarlison hrósar Silva þrátt fyrir bekkjarsetuna
Mynd: Getty Images
Richarlison, framherji Everton, hefur bætt sig undir stjórn Marco Silva. Bæði á þessari leiktíð þar sem þeir vinna saman hjá Everton og einnig á þeirri síðustu þar sem þeir voru báðir hjá Watford.

Richarlison hefur skorað tólf mörk í Úrvalsdeildinni á leiktíðinni, þar af tvö í síðustu tveimur leikjum sínum í byrjunarliðinu.

„Silva er alltaf að tala við mig á æfingum, alltaf að gefa mér ráð um staðsetningar í teignum," sagði Richarlison í viðtali á heimasíðu félagsins.

„Þjálfun hans er nauðsynleg fyrir mig. Hann sér hluti sem ég get bætt og hjálpar mér að skora meira".

„Ég vill sýna meiri stöðugleika. Mér líður vel hjá Everton. Liðsfélagar mínir hjálpa mér með sjálfstraustið hjá mér og það er mikilvægt."


Marco Silva hefur verið með RIcharlison reglulega á bekknum undanfarið en Richarlison sagði að þjálfarinn vildi aðeins hvíla sig og dreifa álagi.

„Hann vildi hvíla mig, hann talaði við mig áður en hann tók þessa ákvörðun. Hann vildi vernda mig. Þetta átti einnig að vera smá spark í rassinn".

Athugasemdir
banner
banner