Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 23. mars 2019 21:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Undankeppni EM: Töp hjá Lars og Helga í fyrsta leik
Ítalía og Bosnía byrja á sigrum
Mynd: Getty Images
Lars Lagerback og lærisveinar hans hjá Noregi heimsóttu í kvöld Spánverja í F-riðli. Rodrigo kom heimamönnum yfir á 16. mínútu eftir undirbúning frá Jordi Alba. Á 31. mínútu mistókst Tarik Elyounoussi að jafna leikinn með ótrúlegu klúðri.

Inigo Martinez braut af sér í eigin vítateig á 65. mínútu og Norðmenn fengu vítaspyrnu. Joshua King skoraði með góðri spyrnu.

Fimm mínútum seinna fengu heimamenn vítaspyrnu og á punktinn steig Sergio Ramos. Hann skoraði úr vítinu með fallegu Panenka víti. Lokatölur 2-1. Fyrr í dag unnu Svíar og Malta sína fyrstu leiki í sama riðli.

Í J-riðli fóru fram þrír leikir. Helgi Kolviðsson og hans lærisveinar hjá Liechtenstein töpuðu á heimavelli gegn Grikkjum. Ítalir unnu góðan sigur á Finnum, þar sem ungstyrnið Moise Kean skoraði annað af mörkum Ítala og þá vann Bosnía og Hersegóvína góðan 2-1 sigur á Armeníu.

Næstu leikir í þessum riðlum fara fram á þriðjudag.

Riðill F
Spánn 2 - 1 Noregur
1-0 Rodrigo Moreno ('16 )
1-1 Joshua King ('64 , víti)
2-1 Sergio Ramos ('70 , víti)

Riðill J
Bosnía og Hersegóvína 2-1 Armenía
1-0 Rade Krunic ('33)
2-0 Deni Milosevic ('80)
2-1 Henrikh Mkhitaryan ('90+3, víti)

Ítalía 2-0 Finnland
1-0 Nicolo Barella ('7)
2-0 Moise Kean ('74)

Liechtenstein 0-2 Grikkland
0-1 Konstantinos Fourtounis ('45+1)
0-2 Anastasios Donis ('80)
Athugasemdir
banner
banner
banner