sun 24. mars 2019 14:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Baulað á Owen í endurkomunni á Anfield
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Liverpool eru ekkert sérlega hrifnir af Michael Owen þessa daganna og þeir létu hann vita af því í gær.

Michael Owen var óstöðvandi þegar hann spilaði með Liverpool. Hann skoraði 158 mörk fyrir félagið þar sem hann er uppalinn og var valinn besti leikmaður í heimi árið 2001. Árið 2004 fór hann til Real Madrid.

Einu sinni var Owen dýrkaður og dáður hjá félaginu en tímarnir breytast og mennirnir með. Owen var að spila með gosagna liði Liverpool gegn goðsagnaliði AC Milan í góðgerðarleik í gær.

Í hálfleik var baulað á Owen og þegar hann var tekinn af velli fyrir John Aldridge mátti einnig heyra baulað á Owen.

Það var ekki vinsælt þegar Owen valdi að ganga til liðs við Manchester United á sínum tíma en United eru einmitt helstu erkifjendur Liverpool.

Árið 2016 var Owen gerður að sendiherra hjá félaginu en stuðningsmenn félagsins settu inn beiðni til að koma Owen úr því starfi.

Þetta stendur við beiðnina:

„Michael Owen hefur verið sér til skammar sem sendiherra Liverpool og ætti að vera vikið úr starfi sem fyrst. Sá sem ákvað að gera hann að sendiherra ætti að skammast sín"

„Owen styður opinskátt erkifjendur okkar og sýnir þar með enga virðingu gagnvart Liverpool. Á miðvikudagskvöldið tjáði hann sig um Manchester United eins og hann væri einn af liði þeirra. Af hverju erum við að borga laun hans sem sendiherra ef hann telur sig vera einn af United mönnum?"








Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner