Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. mars 2019 22:00
Hafliði Breiðfjörð
París
Hamren: Vandamál hvað Frakkar eiga marga góða leikmenn
Icelandair
Erik Hamren ræðir við fréttamenn á Stade de France í dag.
Erik Hamren ræðir við fréttamenn á Stade de France í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands byrjaði fréttamannafund á Stade France í Frakklandi í dag með slæmum tíðindum því ljóst er að Jóhann Berg Guðmundsson er meiddur og getur ekki spilað gegn heimsmeisturum Frakka í kvöld.

„Ég hlakka til leiksins á morgun það er stórt að spila við heimsmeistarana en spennandi staða fyrir okkur. Ég á von á erfiðum leik en þetta verður mikil áskorun," sagði hann.

Hamren var spurður út í Kylian Mbappe leikmann PSG sem þykir einn mest spennandi leikmaður Evrópu í dag.

„Hann er frábær leikmaður. Hann er ennþá ungur og getur orðið betri. Vandamálið okkar gagnvart Frökkum er þó bara einn leikmaður því þeir eru með marga góða leikmenn svo það er áskorun að mæta þeim," sagði Hamren.

Hamren var spurður út í vandamál íslenska liðsins allt síðasta ár þar sem liðið vann ekki einasta keppnisleik. Hann vildi lítið ræða það.

„Það voru margir hlutir sem sköpuðu þessi úrslit. Ég vil ekki ræða það við höfum ákveðið að setja það afturfyrir okkur. Það ár er liðið og við erum byrjaðir upp að nýju. Við viljum ræða framtíðina ekki fortíðina," sagði Hamren.

Liðin mættust síðast í æfingaleik í Guincamp í Frakklandi í október. Þá fór leikurinn 2-2 og Hamren veit að þessi leikur verður öðruvísi.

„Auðvitað getum við nýtt margt úr þeim leik, við getum alltaf nýtt hluti úr leikjum hvort sem við vinnum eða töpum. Þetta verður ný áskorun þó sumt sé eins. Þetta eru áfram Frakkar enn þetta er keppnisleikur sem er alltaf öðruvísi en æfingaleikur."
Athugasemdir
banner
banner
banner