mán 25. mars 2019 12:10
Arnar Daði Arnarsson
Glæpagengi rændi starfsmann RÚV fyrir utan Stade de France
Icelandair
Vilhjálmur við störf á Stade de France í gær.
Vilhjálmur við störf á Stade de France í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur Siggeirsson tökumaður hjá RÚV lenti í miður skemmtilegu atviki fyrir utan Stade de France leikvanginn í París í gær.

Vilhjálmur er staddur í París við störf hjá RÚV fyrir leik Frakklands og Íslands sem fer fram í kvöld klukkan 19:45. Í gærkvöldi eftir æfingar íslenska landsliðsins á vellinum var Vilhjálmur rændur af glæpagengi í París.

„Pas på þið sem eruð að fara á Stade de France í kvöld! Glæpagengi reif símann hans Villa úr höndunum á honum fyrir utan völlinn í gærkvöldi og hljóp með hann í burtu," skrifar Edda Sif Pálsdóttir samstarfskona Vilhjálms á Twitter-síðu sinni í dag en Edda Sif er jafnframt unnusta Vilhjálms.

Atvikið átti sér stað rétt fyrir beina útsendingu í kvöldfréttum á RÚV.

Fyrir þá rúmlega 75 íslensku áhorfendur sem verða á vellinum í kvöld er gott að hafa varann á, í París bæði í dag og í kvöld fyrir utan Stade de France.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner