Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. mars 2019 12:45
Arnar Helgi Magnússon
Mourinho: Mbappe verðmætasti leikmaður heims
Mbappe á æfingu franska landsliðsins í aðdraganda leiksins í kvöld.
Mbappe á æfingu franska landsliðsins í aðdraganda leiksins í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jose Mourinho segir að Kylian Mbappe sé lang verðmætasti leikmaður heims og það sé nánast ómögulegt að kaupa hann.

Mbappe hefur farið á kostum með PSG á leiktíðinni. Hann er kominn með 26 mörk í 23 leikjum í frönsku deildinni.

„Hann er ekki orðinn besti leikmaður í heimi en mín skoðun er sú að hann er sá verðmætasti í knattspyrnuheiminum," sagði Jose Mourinho um Frakkan unga.

„Ef að ég væri að stjórna liði þá myndi ég ekki einu sinni hugsa um það að reyna að kaupa hann. Það er ekki hægt að kaupa hann. Ef einhver ætlar að reyna það, gangi honum vel!"

Mbappe verður að öllum líkindum á sínum stað í byrjunarliði Frakklands sem að mætir Íslandi á Stade de France í kvöld.

Smelltu hér til að fara í beina textalysingu frá leiknum
Athugasemdir
banner
banner