Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. mars 2019 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni EM: Tyrkland með stórsigur í riðli okkar
Tosun fagnar marki.
Tosun fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Tyrkland 4 - 0 Moldavía
1-0 Hasan Ali Kaldirim ('24 )
2-0 Cenk Tosun ('26 )
2-0 Burak Yilmaz ('53 , Misnotað víti)
3-0 Cenk Tosun ('54 )
4-0 Kaan Ayhan ('70 )

Tyrkland átti ekki í stökustu vandræðum með Moldavíu þegar liðin mættust í undankeppni EM núna áðan. Liðin eru með okkur Íslendingum í riðli.

Tyrkland komst yfir á 24. mínútu þegar bakvörðurinn Hasan Ali Kaldirim skoraði. Cenk Tosun, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðsson hjá Everton, bætti við öðru marki stuttu síðar.

Staðan var 2-0 í hálfleik. Tosun var aftur á ferðinni snemma í seinni hálfleiknum. Hann bætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem Burak Yilmaz hafði klúðrað stuttu áður.

Góður leikur hjá Tosun, sem hefur aðeins skorað tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Áður en flautað var til leiksloka skoraði Kaan Ayhan fjórða mark Tyrkja. Lokatölur 4-0 fyrir Tyrklandi í Eskisehir.

Tyrkland er á toppi riðilsins með sex stig eftir sigur á Albaníu í fyrsta leik. Moldavía er án stiga.

Núna á eftir mætast Frakkland og Ísland í París. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá París.



Athugasemdir
banner
banner
banner