Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 25. mars 2019 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar í viðræðum við PSG
Mynd: Getty Images
Neymar er í samningaviðræðum við Paris Saint-Germain þrátt fyrir að vera með samning sem rennur ekki út fyrr en 2022.

Faðir hans greinir frá því að hann sé í viðræðum við franska félagið.

Neymar hefur verið orðaður við Real Madrid, og líka við endurkomu til Barcelona, en miðað við orð föður hans, sem er einnig umboðsmaður hans, þá er hugur hans í París.

„Hann er á öðru ári á samningi sínum hjá PSG og hann á því enn þrjú ár eftir af samningi sínum," sagði faðir Neymar við brasilíska fjölmiðilinn UOL.

„Við erum nú þegar farnir að ræða við PSG um framlengingu á samningi."

Neymar var keyptur til PSG frá Barcelona sumarið 2017 fyrir um 200 milljónir punda. Hann er dýrasti fótboltamaður sögunnar.

Brasilíumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu og missti hann af báðum leikjunum gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. PSG datt þar út á ótrúlegan hátt.

Neymar lenti í vandræðum eftir seinni leikinn gegn United. Þar lét hann frá sér misgáfuleg ummæli á Instagram. Hann fékk á sig ákæru fyrir ummælin.
Athugasemdir
banner