Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. mars 2019 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho spáir því að ekkert enskt lið fari alla leið
Mynd: Getty Images
Öll ensku liðin sem hófu leik í Meistaradeildinni eru enn með í keppninni þegar komið er í 8-liða úrslit. Jose Mourinho telur þó að ekkert þeirra liða muni koma til með að fara alla leið í keppninni.

Þessi fyrrum stjóri Chelsea og Manchester United telur að það verði uppgjör á milli Cristiano Ronaldo og Lionel Messi; Juventus gegn Barcelona í úrslitaleiknum á Wanda Metropolitano í Madríd á Spáni þann 1. júní.

„Líklegustu liðin? Ég myndi segja Juve og Barcelona. Allir tala um Messi og Ronaldo en ég vil frekar tala um Juve og Barca," sagði Mourinho.

Mourinho segir að ensku liðin ásamt Ajax og Porto séu ekki með nægilega mikla reynslu til að fara alla leið.

8-liða úrslitin
Ajax - Juventus
Liverpool - Porto
Tottenham - Man City
Man Utd - Barcelona

Undanúrslitin:
Tottenham/Man City gegn Ajax/Juventus

Liverpool/Porto gegn Man Utd/Barcelona
Athugasemdir
banner
banner
banner