Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. mars 2019 11:46
Ívan Guðjón Baldursson
Pavard: Fann fyrir því þegar allur leikvangurinn dró andann
Icelandair
Mynd: Getty Images
Benjamin Pavard braust fram í sviðsljósið á HM í fyrra og átti stórgóðan leik gegn Íslandi í gærkvöldi, þegar Frakkar unnu auðveldan 4-0 sigur.

„Við spiluðum mjög vel, þetta er minn besti leikur fyrir landsliðið síðan á HM. Við erum með ótrúlega sterkt lið og náum mjög vel saman sem einstaklingar, það er rosalega mikilvægt að vera vinir utan vallarins," sagði Pavard.

Pavard var verðlaunaður fyrir að skora flottasta mark Heimsmeistaramótsins, í 4-3 sigri gegn Argentínu í 16-liða úrslitum. Hann komst nálægt því að skora svipað mark gegn Íslandi en hitti ekki markið.

„Ég fann fyrir því þegar allur leikvangurinn dró að sér andann rétt áður en ég hitti knöttinn. Áhorfendur vilja virkilega sjá mig skora annað svona mark, ég vona að það gerist í framtíðinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner