Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 26. mars 2019 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
U17 skoraði fjögur gegn Hvít-Rússum og tryggði sig á EM
Mynd: KSÍ
Hvíta-Rússland U17 1 - 4 Ísland U17
0-1 Ísak Bergmann Jóhannesson ('13)
0-2 Ísak Bergmann Jóhannesson ('49)
0-3 Andri Lucas Guðjohnsen ('73)
0-4 Andri Fannar Baldursson ('86, víti)
1-4 A. Shestyuk ('88)
Rautt spjald: A. Shalashnikov ('72)

Íslenska U17 landsliðið er búið að tryggja sig á lokakeppni EM eftir frábæran árangur í undanriðlinum í Þýskalandi. Ísland vann Slóveníu og gerði 3-3 jafntefli við Þýskaland í fyrstu tveimur umferðunum.

Strákarnir okkar mættu Hvíta-Rússlandi í dag og áttu stórleik. Ísak Bergmann Jóhannesson gerði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik og tvöfaldaði hann forystuna sjálfur í upphafi síðari hálfleiks.

Þrautin einfaldaðist talsvert á 72. mínútu þegar Aleksei Shalashnikov fyrirliði Hvítrússa fékk sitt annað gula spjald fyrir að brjóta á Andra Lucasi Guðjohnsen. Andri skoraði skömmu síðar og kom Íslandi í 0-3.

Andri Fannar Baldursson gulltryggði sigurinn úr vítaspyrnu á 86. mínútu áður en Hvítrússar minnkuðu muninn. Lokatölur 1-4 og Ísland endar á toppi riðilsins. Þýskaland endar í öðru sæti eftir sigur gegn Slóveníu í dag.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner