banner
   þri 26. mars 2019 23:45
Arnar Daði Arnarsson
Kristján um landsleikina í júní: Algjörir lykilleikir
Icelandair
Það eru mikilvægir landsleikir framundan.
Það eru mikilvægir landsleikir framundan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í Pepsi Max deildinni var gestur Miðjunna ásamt Einari Erni Jónssyni.

Smelltu hér til að hlusta á landsliðsumræðuna í Miðjunni

Farið var yfir fyrstu tvo landsleiki Íslands í undakeppni EM 2020. Í þættinum talaði Kristján Guðmundsson um það að hann vildi fara sjá breytingar og yngja þarf upp landsliðshópinn.

Næstu leikir Íslands í undakeppninni verða á heimavelli í júní þegar Albanía og Tyrkir koma í heimsókn.

„Þetta er gríðarlega spenandi verkefni, báðir leikirnir. Tyrkirnir virðast mjög ferskir og virka sem lið á nýju," sagði Kristján í Miðjunni.

„Maður hugsaði það fyrir leikina gegn Frakklandi og áður en Albanarnir gengu svona frá Andorra að þetta yrði Tyrkjaleikirnir sem yrðu lykilatriði. Það er ljóst að það má ekki klikka á einum einasta leik á móti Moldóvíu eða Albaníu," sagði Kristján sem telur Albaníu vera sterkari en menn gera sér grein fyrir.

„Þetta eru algjörir lykilleikir í verkefninu. Ef þessir leikir vinnast ekki þá erum við farnir að horfa á allt, allt aðra mynd. Bæði hvað varðar leikmenn og ég veit ekki með þjálfarana. Ég vona að þeir fái að klára verkefnið en allavegana þarf að setja önnur ferli í gang. Þetta eru gríðarlega stórir leikir," sagði Kristján Guðmundsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner