Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. mars 2019 14:17
Ívan Guðjón Baldursson
Maðurinn sem hrinti Smalling kærður fyrir líkamsárás
Mynd: Getty Images
Ákveðið hefur verið að senda sterk skilaboð til áhorfenda á leikjum í enska boltanum. Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, var kýldur af áhorfanda í sigri gegn nágrönnunum í Birmingham degi áður en stuðningsmaður Arsenal hljóp inn á völlinn, hrinti Chris Smalling og fagnaði svo marki með leikmönnum í 2-0 sigri gegn Manchester United.

Stuðningsmaður Arsenal heitir Gary Cooper og er 30 ára gamall. Hann þarf að mæta fyrir dóm 16. maí vegna atviksins en ákveðið var að kæra hann fyrir að hlaupa inn á völlinn og fyrir líkamsárás.

Hann játaði því að hafa hlaupið inn á völlinn en neitaði að hafa ráðist á Smalling. Atvikið náðist á myndavélar og áhugavert verður að sjá hvort dómarinn meti þetta sem líkamsárás eða ekki. Þetta mál gæti sett mikilvægt fordæmi.

Smalling mun sjálfur mæta í dómsalinn og veita eiðsvarinn vitnisburð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner