banner
   þri 26. mars 2019 21:29
Brynjar Ingi Erluson
Ungur leikmaður Galatasaray fór á punktinn og klúðraði viljandi
Galatasaray er eitt stærsta félagið í Tyrklandi
Galatasaray er eitt stærsta félagið í Tyrklandi
Mynd: Getty Images
Leikmaður U14 ára liðs tyrkneska félagsins Galatasaray sýndi afar íþróttamannslega hegðun í leik liðsins gegn Istanbulspor á dögunum er hann klúðraði vítaspyrnu viljandi.

Galatasaray var 1-0 yfir þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik er Beknaz Almazbekov var með boltann. Hann ákvað að bruna inn í teiginn og féll við og dæmdi dómarinn vítaspyrnu.

Leikmenn Istanbulspor mótmæltu ákvörðun dómarans en það gekk þó lítið.

Almazbekov er fyrirliði Galatasray en hann tók málin í sínar hendur og skaut viljandi framhjá markinu og klöppuðu leikmenn Istanbulspor fyrir honum í kjölfarið.

Heiðarleg framkoma hjá Almazbekov en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner