Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. mars 2019 23:42
Brynjar Ingi Erluson
Lo Celso hugsar ekki um Barcelona og Real Madrid
Giovani Lo Celso í leik með Real Betis
Giovani Lo Celso í leik með Real Betis
Mynd: Getty Images
Argentínski leikmaðurinn Giovani Lo Celso segist ekki hugsa um áhuga frá Barcelona og Real Madrid en hann hefur verið frábær í spænsku deildinni á leiktíðinni.

Lo Celso er á láni hjá Betis frá franska stórveldinu Paris Saint-Germain en honum hefur tekist að heilla og skorað 12 mörk í 36 leikjum fyrir Betis á leiktíðinni.

Hann var keyptur til PSG árið 2016 en lánaður strax aftur til Rosario Central í Argentínu. Á síðasta tímabili kom hann þá við sögu í 48 leikjum með PSG en tókst ekki að festa sig í sessi.

Hann veit ekki hvað tekur við í sumar en stórlið Barcelona og Real Madrid hafa mikinn áhuga.

„Fer ég aftur til Frakklands? Ég veit ekki hvað gerist á morgun og reyni því bara að einbeita mér að því sem ég er að gera núna," sagði Lo Celso.

„Við skoðum þetta þegar að því kemur en ég er ekki að hugsa um áhuga Barcelona og Real Madrid núna," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner