fim 28. mars 2019 13:15
Elvar Geir Magnússon
Setur tölvuleikjafíkn leikmanna í sama flokk og alkahólisma
Keppt í Fortnite tölvuleiknum.
Keppt í Fortnite tölvuleiknum.
Mynd: Getty Images
Enskur fótboltamaður var í viðtali í The Sun þar sem hann sagði að tölvuleikjafíkn gæti gert út af við feril sinn. Þá segist hann óttast að missa kærustuna vegna vandamálsins.

Leikmaðurinn kemur ekki fram undir nafni en segist eyða stærstum hluta sólarhringsins í að spila Fortnite tölvuleikinn.

Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton, líkir tölvuleikjafíkn við alkahólisma og því að vera háður fíkniefnum.

Hasenhuttl segir að þetta hafi verið vandamál hjá hans fyrrum félagi, RB Leipzig. Tekið hefði verið á það ráð að loka fyrir nettenginguna á hótelum til að koma í veg fyrir tölvuleikjaspilun leikmanna.

„Þetta er vandamál sem þarf að berjast gegn. Hjá mínu fyrrum félagi voru leikmenn sem voru að spila til þrjú á nóttunni fyrir leiki. Það þarf að aðstoða þessa einstaklinga því þetta er ekki lítið vandamál. Það má setja þetta í flokk með að ánetjast áfengi eða fíkniefnum," segir Hasenhuttl.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner