Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 05. apríl 2019 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Arnar Grétars spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar Salah um helgina?
Fagnar Salah um helgina?
Mynd: Getty Images
Fagna Crystal Palace sigri um helgina?
Fagna Crystal Palace sigri um helgina?
Mynd: Getty Images
Chelsea fær West Ham í heimsókn á mánudaginn.
Chelsea fær West Ham í heimsókn á mánudaginn.
Mynd: Getty Images
Böðvar Böðvarsson var með sjö rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni síðustu helgi. Hann var ekki langt frá því að jafna þá félaga Audda Blö og Steinda Jr. sem eru báðir með átta rétta.

Nú er komið að fyrrum landsliðsmanninum og þjálfaranum, Arnari Grétarssyni að spá fyrir um tíu leiki sem fara fram á Englandi um helgina. Bæði í ensku úrvalsdeildinni og Championship-deildinni.

Southampton 1 – 2 Liverpool (19:00 í kvöld)
Á von á mjög erfiðum leik fyrir Liverpool. Þeir hafa ekki verið að spila vel undanfarið bæði gegn Tottenham og Fulham hefðu þeir auðveldlega getað tapað stigum, en úrslitin hafa vera að falla með þeim. Ef Liverpool á að eiga möguleika á að vinna deildina þá þarf Salah að vakna og fara að spila eins og maður en það er mikið eftir að þessu móti.

Norwich 3 – 0 QPR (11:30 á morgun)
Með sigri eru Norwich komnir með aðra löppina í EPL. Ég held að QPR verði ekki mikil hindrun fyrir Teemu Pukki og félaga.

Bournemouth 1 – 2 Burnley (14:00 á morgun)
Mjög mikilvægur leikur fyrir bæði lið, held og vona að Jói og félgar taki þetta en þetta verður barátta fram á síðustu mínútu. Jói leggur upp sigurmarkið.

Huddersfield 0 – 3 Leicester (14:00 á morgun)
Svoldið erfitt að segja til um þennan leik, þar sem Huddersfield er fallið þá getur það oft virkað í báðar áttir hjá leikmönnum en ég tel að leikmenn Brendan Rodgers klári þetta á þægilegan máta.

Newcastle 1 - 2 Crystal Palace (14:00 á morgun)
Held að lærisveinar Hodgson taki öll stigin með sér til London og það verði Batshuayi og Zaha sem klára Newcastle.

Birmingham 1 - 2 Leeds United (14:00 á morgun)
Ég held að slæmt gengi Birmingham haldi áfram, gengi Leeds hefur aftur á móti verið gott undanfarið og kemur það mér ekki á óvart með Marcelo Bielsa við stýrið.

Brentford 0 – 2 Derby (14:00 á morgun)
Ég held að Derby taki þennan leik, Brentfod hafa ekki skorað mark í síðustu fjórum leikjum og á ég ekki von á neinni breytingu á því.

Millwall 1 - 3 WBA (14:00 á morgun)
Held að West Brom taki þetta á síðasta stundarfjórðungi leiksins og haldi pressu á Norwich og Leeds um sæti að komast beint upp í EPL.

Everton 2 – 2 Arsenal (13:05 á sunnudag)
Þetta verður hörkuleikur, bæði lið hafa verið að gera góði hluti undanfarið og á ég von á markaleik, en bæði lið hafa verið að skora tvö eða fleiri mörk í síðustu þremur leikjum. Okkar maður Gylfi, leggur upp fyrra mark Everton og skorar jöfnunarmarkið í lokin.

Chelsea 4 -0 West Ham (19:00 á mánudag)
Held að Chelsea eigi eftir að sýna á sér sparihliðarnar og fari illa með West ham, Hazard setur tvö, Hiquaín og Willian sitt hvort markið. Þeir verða með í baráttunni til loka mótsins um fjórða sætið.

Fyrri spámenn:
Auðunn Blöndal (8 réttir)
Steindi Jr. (8 réttir)
Böðvar Böðvarsson (7 réttir)
Sara Björk Gunnarsdóttir (7 réttir)
Baldur Sigurðsson (7 réttir)
Benedikt Bóas (6 réttir)
Gaupi (6 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Sóli Hólm (6 réttir)
Martin Hermannsson (5 réttir)
Guðjón Baldvinsson (5 réttir)
Jóhann Gunnar Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Hjörvar Hafliðason (5 réttir)
Katrín Jakobsdóttir (5 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Henry Birgir Gunnarsson (4 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (4 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Arnór Þór Gunnarsson (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Jón Þór Hauksson (4 réttir)
Sam Hewson (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Kristjana Arnarsdóttir (2 réttir)
Teitur Örlygsson (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 33 23 5 5 77 26 +51 74
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner