Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. apríl 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórveldin á Spáni berjast um efnilegan Japana
Mynd: Getty Images
Fótboltaunnendur í Evrópu kannast eflaust ekki við nafnið Takefusa Kubo. Hann er leikmaður sem þykir mjög spennandi og er að vekja áhuga stærstu félaga Evrópu.

Hann er aðeins 17 ára og er byrjaður að spila í japönsku úrvalsdeildinni. Hann er samningsbundinn FC Tokyo en hefur verið að leika með Yokohama F. Marinos á láni.

Þegar hann var aðeins 15 ára var hann valinn í U20 landsliðið fyrir HM í þeim aldursflokki.

Hann leikur sem miðjumaður eða sóknarmaður. Hann er með góða tækni og með sterka yfirsýn.

Samkvæmt Marca eru spænsku stórveldin Barcelona og Real Madrid að berjast um hann. PSG er einnig sagt hafa áhuga á honum.

Take, eins og hann er kallaður, var á mála hjá Barcelona þegar hann var yngri en hann sneri aftur til Japan 2015. Barcelona telur sig vera með samkomulag við hann að hann komi aftur til félagsins ef hann ákveður að snúa aftur til Evrópu.

Í mars birti Goal.com lista yfir 50 bestu unglinga í heimi. Take var í 29. sæti listans, einu sæti fyrir ofan Moise Kean, sem er að gera góða hluti um þessar mundir hjá Juventus.



Athugasemdir
banner
banner
banner