Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. apríl 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnaður árangur Hasenhuttl
Mynd: Getty Images
Austurríkismaðurinn Ralph Hasenhuttl er að gera virkilega flotta hluti með Southampton.

Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning í desember og tók við af Mark Hughes. Hann tekur hart á tölvuleikjafíkn og er að skila góðum úrslitum.

Hasenhuttl er fyrrum landsliðsmaður Austurríkis en hann var síðast stjóri RB Leipzig áður en hann tók við Dýrlingunum. Á stjóraferlinum hefur hann meðal annars afrekað að koma Ingolstadt upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Þegar rýnt er í tölfræðina þá er árangurinn sem Hasenhuttl hefur náð hingað til hreint út sagt ótrúlegur. Southampton hefur unnið átta af 18 deildarleikjum undir hans stjórn.

Það er jafnmikið og liðið vann í 52 leikjum undir stjórn Mark Hughes og Mauricio Pellegrino, síðustu stjóra félagsins.

Framtíðin virðist björt hjá Southampton undir stjórn Hasenhuttl.



Athugasemdir
banner
banner