Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. apríl 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Skelfileg markvarðarmistök í MLS-deildinni
Mynd: Getty Images
New York City FC ferðaðist til Minnesota í MLS-deildinni um helgina og gerði þar jafntefli í markaleik.

Leikurinn endaði 3-3 en hans verður minnst fyrir þau hræðilegu mistök sem Sean Johnson, markvörður New York, gerði.

Johnson kom Minnesota í 3-2 þegar hann setti boltann í eigið net á ótrúlegan hátt. Hann fékk sendingu til baka og tók á móti boltanum þannig að hann fór í markið.

Viðstaddir og áhorfendur heima í stofu trúðu ekki sínum eigin augum.

Sem betur fer fyrir Johnson þá bjargaði Ismael Tajouri stigi fyrir New York.

New York City FC hefur ekki byrjað tímabilið vel og er liðið með fimm stig eftir sex leiki. Liðið hefur ekki enn unnið leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner