Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 15. apríl 2019 08:20
Elvar Geir Magnússon
Moussa Dembele til Man Utd?
Powerade
Moussa Dembele.
Moussa Dembele.
Mynd: Getty Images
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan mánudag. Dembele, Alderweireld, Icardi, Werner, Zaniolo, Pepe og fleiri eru í slúðrinu í dag.

Manchester United hefur áhuga á Moussa Dembele (22), fyrrum sóknarmanni Celtic. Frakkinn hefur skorað átján mörk fyrir Lyon á tímabilinu. (Mirror)

Arsenal vill kaupa belgíska varnarmanninn Toby Alderweireld (30) frá Tottenham. (TalkSport)

Real Madrid er að skoða enska miðjumanninn Declan Rice (20) sem hefur fengið lof fyrir frammistöðu sína með West Ham. Þetta segir Scott Minto, fyrrum varnarmaður Hamranna. (Stadium Astro)

Manchester United þyrfti að borga 95 milljónir punda fyrir danska miðjumanninn Christian Eriksen (27) hjá Tottenham sem er sagður vilja ganga í raðir Real Madrid. (Express)

Inter hefur hafið viðræður um möguleg kaup á Eriksen á 130 milljónir punda. Samningur hans við Spurs rennur út 2020. (Tuttosport)

Argentínski sóknarmaðurinn Mauro Icardi (26) mun líklega yfirgefa Inter í sumar og gæti gengið í raðir Real Madrid fyrir 52 milljónir punda. (AS)

Chelsea mun veita Real Madrid samkeppni um sænska sóknarleikmanninn Alexander Isak (19) hjá Borussia Dortmund. (Sun)

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, segir að spænska stórliðið gæti selt verðmæta leikmenn í sumar. Frakkinn vill gera miklar breytingar á leikmannahópnum eftir vonbrigðatímabil í La Liga. (Sky Sports)

Zidane segir þó að sóknarmaðurinn Karim Benzema (31) verði ekki seldur. (Marca)

Gerard Lopez, forseti Lille, segir að vængmaðurinn Nicolas Pepe (23) fari frá franska félaginu í sumar. Manchester United er sagt hafa áhuga. (Manchester Evening News)

Leicester hefur fengið þrjá táninga úr utandeildinni til reynslu.
Það eru miðjumaðurinn Dylan Barkers hjá Guiseley, varnarmaðurinn Jamie Fielding og miðjumaðurinn Adam Lovatt hjá Hastings United. (Leicester Mercury)


Fulltrúar frá Manchester United, Juventus og Paris St-Germain voru á leik Sporting Lissabon til að fylgjast með portúgalska miðjumanninum Bruno Fernandes (24). (A Bola)

Brighton hefur fengið til sín enska miðjumanninn Odell Offiah (16) en hann er frændi ruðningskappans Martin Offiah. (Express)

Tyrknesku félögin Besiktas og Fenerbahce vilja fá Muhamed Besic (26), miðjumann Everton. Bosníumaðurinn yfirgefur Goodison Park í sumar. (Sun)

Everton bíður eftir fréttum af því hvort enska sambandið muni refsa Andre Gomes (25) fyrir tæklingu hans á Aleksandar Mitrovic í 2-0 tapinu gegn föllnu liði Fulham. (Times)

Tom Cairney (28), fyrirliði Fulham, vill að bráðabirgðastjórinn Scott Parker verði ráðinn til frambúðar. (Telegraph)

Bayern München hefur áhuga á miðjumanninum Nicolo Zaniolo (19) hjá Roma. (Bild)
Athugasemdir
banner