Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. apríl 2019 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Ri­bery sagður vera á leið til Kat­ar
Ribéry er á leið til Katar
Ribéry er á leið til Katar
Mynd: Getty Images
Þýska fótboltablaðið Kicker greinir frá því að franski kantmaðurinn, Franck Ribery sem leikið hefur með Bayern Munchen í Þýsklandi frá árinu 2017 sé á leið til Al-Sadd í Katar.

Samningur Ribery við Bayern Munchen rennur út í sumar og áður var búið að tilkynna að hann yrði ekki áfram hjá þýska stórliðinu en Frakkinn er 36 ára.

Al-Sadd endaði í topp­sæt­inu í úr­vals­deild­inni þar í landi en með liðinu leik­ur fyrrverandi leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, Xavi.

Franck Ribery hefur leikið 269 leiki með Bayern og skorað í þeim leikjum 81 mark. Á þessu tímabili hefur hann leikið 21 leik með liðinu í þýsku deildinni.

Á ferlinum hefur hann einnig leikið með Boulogne, Alés, Brest, Metz, Galatasaray og Marseille auk þess sem hann á 81 landsleik fyrir Frakka á bakinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner